Ferill 179. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Prentað upp.

Þingskjal 566  —  179. mál.
Framsögumaður.

2. umræða.



Nefndarálit


um frumvarp til laga um breytingu á lögum um útflutning hrossa, nr. 27/2011, með síðari breytingum (gjald í stofnverndarsjóð).

Frá meiri hluta atvinnuveganefndar.


    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Elísabetu Önnu Jónsdóttur frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, Sigurð Eyþórsson fyrir hönd Bændasamtaka Íslands, Svein Steinarsson frá Félagi hrossabænda og Gunnar Arnarson og Kristbjörgu Eyvindsdóttur.     Í frumvarpinu eru lögð til breyting á lögum um útflutning hrossa sem felur í sér að gjald fyrir hvert útflutt hross hækkar úr 1.500 kr. í 3.500 kr. Einnig er lagt til að innheimtu gjaldsins verði breytt á þann veg að innheimtumaður ríkissjóðs annist innheimtu í stað Bændasamtaka Íslands.
    Við umfjöllun um málið í nefndinni bárust athugasemdir um fyrirkomulagið eins og það er, m.a. um úthlutun úr sjóðnum sem og um gjaldstofninn og fjárhæð gjaldsins. Var vísað til þess t.d. að unnt væri að lækka gjaldið talsvert og á sama tíma breikka stofn þess þannig að ekki væri eingöngu greitt fyrir útflutt hross. Meiri hlutinn hvetur til þess að breytingar verði skoðaðar í samráði við þá sem starfa í greininni en mælir með því að frumvarpið verði samþykkt í því skyni að efla sjóðinn til að takast á við verkefni hans, að veita styrki til þróunar- og rannsóknarverkefna í hrossarækt
    Meiri hlutinn leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.
    Þórhildur Sunna Ævarsdóttir var fjarverandi við afgreiðslu málsins.
    Njáll Trausti Friðbertsson var fjarverandi við afgreiðslu málsins en ritar undir álitið í samræmi við heimild í 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fyrir fastanefndir Alþingis.

Alþingi, 29. nóvember 2018.

Lilja Rafney Magnúsdóttir,
form.
Sigurður Páll Jónsson,
frsm.
Kolbeinn Óttarsson Proppé.
Halla Signý Kristjánsdóttir. Ásmundur Friðriksson. Njáll Trausti Friðbertsson.